Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Hallgrímshátíð 25. og 26. október
Verið hjartanlega velkomin til Hallgrímshátíðar 2025 Hallgrímshátíð verður haldin helgina 25.- 26.október í Hallgrímskirkju í Saurbæ Hallgrímshátíð hefur fest sig í sessi í prestakallinu okkar og er haldin í tengslum við dánardag Hallgríms Péturssonar, 27. október. Laugardagur 25. október kl. 16 Sigurjónsvaka; Dagskrá í tali og tónum um sálma sr. Sigurjóns Guðjónssonar prests í Saurbæ á árunum 1931-1966. Flytjendur eru Kór Saurbæjarprestakalls hins forna, Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran og Erla Rut Káradóttir, stjórnandi og [...]
Sunnudagur 19. október: Kvöldmessa í Akraneskirkju
Vers vikunnar: „Og þetta boðorð höfum við frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur. “ (1Jóh 4.21) Sr Jón Ármann Gíslason þjónar í kvöldmessu í Akraneskirkju 19. október kl. 20. Organisti er Márton Wirth og Kór Akraneskirkju syngur. Meðhjálpari er Fjóla Lúðvíksdóttir. Vetrarfrí er í sunnudagaskólanum 19. október og einnig hjá barnakórnum mánudaginn 20. október.
Minningastund á alþjóðlegum degi barnsmissis 15. október kl. 20
Alþjóðlegur dagur barnsmissis miðvikudaginn 15. október.Minningarstund verður í Akraneskirkju kl. 20. Við minnumst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðmar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg leiðir stundina.Að stundinni lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Stundin er opin öllum og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin.
Sunnudagur 12. október – sunnudagaskóli og kvöldmessa í Akraneskirkju
Sunnudagaskóli kl. 11 Alda Björk og Katrín Valdís sjá um sunnudagaskólann að þessu sinni - sögur og söngur að vanda. Verið velkomin! Kvöldmessa kl. 20 Marton Wirth og Kór Akraneskirkju á kórloftinu. Sr Ólöf Margrét þjónar, meðhjálpari Ósk Jónsdóttir.
Opið hús 8. október: Sögur úr Öxarfirði
Sr Jón Ármann Gíslason verður í Opnu húsi miðvikudaginn 8. október kl. 13:15 Hann hefur þjónað Axfirðingum í rúm tuttugu ár og hefur frá ýmsu að segja frá kirkjustaðnum Skinnastað og samfélaginu í prestakallinu. Kyrrðarstund kl. 12:10 og súpa á eftir. Verið velkomin í Opið hús - félagsstarf kirkjunnar.
Karlakaffi 1. október kl. 13:15
Karlakaffi í Vinaminni miðvikudaginn 1. október kl. 13:15 Gestur í fyrsta karlakaffi vetrarins er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður og sagnfræðingur. Hann segir frá bók sinni: Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Í bókinni er farið yfir áhugaverðan tíma í íslenskri íþróttasögu í alþjóðlegu samhengi. Margir frægir Íslendingar koma við sögu, eins og til dæmis Gunnar Huseby, kúluvarpari, sem fór ekki á leikana og Jón Leifs, [...]
Helgihald sunnudaginn 5. október
Helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli sunnudaginn 5. október: Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg og undirleikari er Andri Hilmarsson. Kvöldmessa í Leirárkirkju kl. 20. Séra Þóra Björg þjónar, organisti er Lenka Mátéová og Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng. Kirkjukaffi eftir messu.
Barnakór Akraneskirkju – æfingar hefjast 6. október
Barnakór Akraneskirkju tekur til starfa nú í haust og er það okkur ánægjuefni að bjóða upp á barnakór eftir nokkuð langt hlé þar á. Kórinn er fyrir börn í 3. bekk og upp úr og hvetjum við öll börn í prestakallinu sem áhuga hafa að vera með! Æfingar fara fram á mánudögum í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 15:15-16:00 Stjórnandi er Katrín Valdís Hjartardóttir, söngkona og tónmenntakennari. Katrín Valdís hefur áralanga reynslu af kennslu og að [...]
Velkomin til kirkju sunnudaginn 28. september
Úr guðspjalli sunnudagisns: Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt 6.31-34) Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 - [...]
Opið hús 24. september: Bingó!
Miðvikudagur 24. september: Kyrrðarstund kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir - sr Jón Ármann leiðir stundina og Bryndís Bragadóttir leikur á orgel. Nærandi stund fyrir sálina. Ljúffeng súpa í Vinaminni á eftir, kr. 1000. Opiðs hús kl. 13:15 í Vinaminni. Spilum bingó og höfum gaman. Léttir vinningar í boði. Kaffi og bingóspjald kr 1000 Verið velkomin!
Sunnudagur 21. september: sunnudagaskóli og kvöldmessa
Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. (Slm 103.2b) Akraneskirkja 21. september Sunnudagaskóli kl. 11 Alda og Andri sjá um sunnudagaskólann. Sögur og söngur að vanda, börnin fá límmiða í sunnudagaskólabókina sína. Kvöldmessa með Taizé sálmum kl. 20 Sr Ólöf Margrét þjónar, organisti Marton Wirth, Kór Akraneskirkju leiðir söng. Meðhjálpari Fjóla Lúðvíksdóttir. Ritningarlestur úr Davíðssálmum og fallegir Taizé sálmar sungnir en þeir byggjast upp á endurteknum söngstefjum, stuttur texti sem [...]
Sunnudagur 14. september
Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 - Alda og Andri taka fagnandi á móti sunnudagaskólabörnum. Söngur, sögur og gleði alla sunnudaga Kvöldmessa kl. 20 - sr Jón Ármann Gíslason þjónar, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Marton Wirth Hjúkrunarheimilið Höfði Guðsþjónusta kl. 17:15 - sr Jón Ármann ásamt organista og Kór Akraneskirkju