Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Helgihald

Allt helgihald framundan

Ýmislegt

Engir viðburðir framundan

Fréttasafn

Kyrrlátt kvöld í Akraneskirkju sunnudaginn 10. ágúst kl. 20

Helgihald í prestakallinu hefst að nýju en það hefur legið niðri í júlímánuði eins og hefðin hefur verið. Kór Akraneskirkju verður þó enn í leyfi fyrst um sinn. Akraneskirkja sunnudaginn 10. ágúst kl. 20 Helgistund á sumarkvöldi Ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Tendrum á kertum, biðjum og íhugum saman í kyrrðinni. Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina.

7. ágúst, 2025|

Sr. Þráinn farinn í ársleyfi og sr. Jón Ármann tekur til starfa

Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur Garða- og Saurbæjarprestakalls, er nú farinn í ársleyfi. Í hans fjarveru mun sr. Jón Ármann Gíslason starfa hjá okkur. Jón Ármann vígðist árið 1997 til Skinnastaðarprestakalls og hefur þjónað þar síðan, auk þess að vera prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Sr. Ólöf Margrét og sr. Þóra Björg skipta sóknarprestsstöðunni milli sín. Við tökum fagnandi á móti Jóni Ármanni í prestakallið okkar og óskum um leið Þráni og fjölskyldu hans Guðs blessunar og [...]

5. ágúst, 2025|

Útfararþjónusta Akraneskirkju lokað

Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur samþykkt að hætta starfsemi Útfararþjónusta Akraneskirkju frá og með 1.ágúst 2025. Starfsemi Útfararþjónustunnar hefur vaxið  mjög undanfarin ár,  Akraneskirkja er eini söfnuður landsins sem rekið hefur útfararþjónustu undanfarna áratugi og ljóst er að fyrirtækjarekstur samræmist illa grundvallarhlutverki safnaðarins. Mikil umsvif útfararþjónustu hafa tekið sífellt meira pláss og ákvörðunin er tekin til að gefa kirkjustarfi og þjónustu Kirkjugarðsins það rými í sem æskilegt er. Rétt er að taka fram að einungis er [...]

23. júlí, 2025|

Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ á sunnudögum kl. 16

Tónleikanefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ stendur árlega fyrir sumartónleikum í kirkjunni. Tónleikaröðin er til styrktar menningarsetri að Saurbæ í Hvalfirði. Þar bjó Hallgrímur Pétursson ásamt Guðríði Símonardóttur og samdi hann m.a. Passíusálmana. Tónleikaröðin er frá vori fram á haust á hverju ári. Tónleikarnir eru alla sunnudaga kl. 16 frá 22. júní til 10. ágúst þar sem innlendir og erlendir listamenn koma fram. Styrktaraðilar eru Uppbyggingarsjóður Vesturlands, Héraðssjóður Vesturlandsprófastsdæmis, Hvalfjarðarsveit og Garða- og Saurbæjarprestakall. Aðgangseyrir kr. [...]

19. júní, 2025|

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 13 Salka Hrafns nýstúdent frá FVA, flytur ávarp Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson Sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir Kaffisala Kirkjunefndarinnar í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 14-17 Hið árlega og margrómaða kökuhlaðborð Kirkjunefndar Akraneskirkju er ómissandi á þjóðhátíðardaginn. Verð: 3000 kr.  /  500 kr. fyrir 6-13 ára Kirkjunefndin fagnar 80 ára afmæli sínu á þessu ári, en framlag hennar til Akraneskirkju í gegnum tíðina er ómetanlegt, [...]

11. júní, 2025|

Sjómannadagur

Á sjómannadaginn 1. júní verður minningarstund við minnisvarða um týnda sjómenn í Akraneskirkjugarði kl. 10. Að því loknu verður sjómannadagsmessa kl. 11 í Akraneskirkju. Í messunni verða tveir sjómenn heiðraðir. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að messu lokinni. Það verður einnig guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 12:45 Verið velkomin

28. maí, 2025|

Uppstigningardagur: messa í Akraneskirkju kl. 14

Uppstigningardagur - kirkjudagur aldraðra Messa í Akraneskirkju kl. 14 Hljómur syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Þóra Grímsdóttir, kennari og sagnaþula með meiru, flytur hugleiðingu. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Kirkjugestum er boðið til messukaffis í Vinaminni að lokinni messu. Komum og gleðjumst saman á þessum degi!  

27. maí, 2025|

Karlakaffi 28. maí kl. 13:15

Miðvikudaginn 28. maí er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir. Þetta er síðasta kyrrðarstund vetrarins, við byrjum að nýju í september. Í Karlakaffið  mætir Guðmundur Páll Jónsson með myndasýningu og frásögn af Japansferð sinni. Kaffi og meðlæti að hætti hússins á eftir. Dagskráin hefst kl. 13:15

27. maí, 2025|

Fermingar vorið 2026 – kynningarfundur

Kynningafundur í Vinaminni í kvöld kl. 19:30 fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra - skráning opnar í kjölfar fundar. Vorið 2026 verður fermt eftirfarandi daga í prestakallinu. Akraneskirkja: Laugardagur 28. mars kl. 10.30 og 13.30 Pálmasunnudagur 29. mars kl. 10.30 og 13.30 Laugardagur 11. apríl kl. 10.30 og 13.30 Sunnudagur 12. apríl kl. 10.30 og 13.30 Hvítasunnudagur 24. maí kl. 11   Hallgrímskirkja í Saurbæ Sunnudagur 3. maí kl. 11   Leirárkirkja Sunnudagur 3. maí [...]

26. maí, 2025|

Viðtalsmessa í Akraneskirkju og guðsþjónusta í Innra-Hólmskirkju

Sunnudaginn 18. maí er fjölbreytt helgihald í prestakallinu. Í Akraneskirkju er boðað til nýjungar með viðtalsmessu kl. 20. Gestur kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þráinn Haraldsson sóknarprestur leiðir messuna og tekur viðtal við Guðrúnu. Í viðtalinu verður sjónum beint að persónulegri hliðum stjórnmálakonunnar og þá sérstaklega hinni trúarlegu vídd. Um leið munum við ræða um hvort og þá hvernig trú og stjórnmál geta átt samleið í nútíma samfélagi. Guðrún hefur komið að undirbúningi [...]

16. maí, 2025|

Aðalsafnaðarfundur Akranessóknar 20. maí

Akranessókn boðar til aðalsafnaðarfundar þriðjudaginn 20. maí kl. 17:30 í Vinaminni. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, sagt verður frá starfi safnaðarins á síðasta ári, lagðir fram ársreikningar og kosið til sóknarnefndar. Allir íbúar á Akranesi sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hafa rétt til að sitja fundinn og greiða atkvæði og geta boðið sig fram í sóknarnefnd. Aðalsafnaðarfundur er tækifæri til að heyra um málefni kirkjunnar á Akranesi og hafa áhrif á starf safnaðarins.

13. maí, 2025|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top