Home2024-12-10T15:20:05+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Viðburðir framundan
Hjónavígslur
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Helgihald

Allt helgihald framundan

Ýmislegt

Engir viðburðir framundan

Fréttasafn

Karlakóratónleikar í Vinaminni í kvöld föstudaginn 25 apríl kl. 19.30 – aðgangur ókeypis

Í kvöld föstudaginn  25 apríl kl 19.30 verða glæsilegir karlakórs tónleikar í safnaðarheimilinu Vinaminni þar sem þrír karlakórar stíga á stokk og skemmta með söng og gleði. Kórarnir sem fram koma eru Karlakórinn Saqqarsik frá Qaqortoq á Grænland sem er vinaheimsókn til Íslands dagana, en Qaqortoq á Grænlandi er vinabær Akraness. Þar koma einnig fram Karlakórinn Söngbræður undir stjórn Viðars Guðmundssonar og Karlakórinn Smaladrengir.   Aðgangur er ókeypis

25. apríl, 2025|

Dymbilvika og páskar

Páskarnir eru framundan, helgasta hátíð kristinna manna. Bænadagar dymbilviku eru aðdragandi páskanna og að venju verður helgihald í Akraneskirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ þessa daga og á páskum. Verið velkomin til kirkju! Akraneskirkja Pálmasunnudagur 13. apríl Kl. 10:30    Ferming Skírdagur 17. apríl Kl. 20 Kvöldmessa og Getsemane-stund. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson, fiðla Hrefna Berg. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Í lok messu verður altarið afskrýtt og ljósin slökkt Föstudagurinn langi [...]

8. apríl, 2025|

Fermingar 12. og 13. apríl

Fermt verður í Akraneskirkju 12. og 13. apríl.  Ferming er hátíðsdagur í lífi ungmennanna og það er sannarlega spenna í loftinu þegar skemmtilegum fermingarvetri lýkur. Í fermingarthöfninni staðfesta börnin skírn sína og þann vilja að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Um leið er athöfnin fyrirbæn, þar sem beðið er fyrir börnunum og framtíð þeirra. Við biðjum Guð um að blessa öll fermingarbörn vorsins og fjölskyldur þeirra.   Fermingar laugardaginn 12. apríl kl. 10.30 [...]

8. apríl, 2025|

Fermingar vorið 2026

Vorið 2026 verður fermt eftirfarandi daga í prestakallinu. Akraneskirkja: Laugardagur 28. mars kl. 10.30 og 13.30 Pálmasunnudagur 29. mars kl. 10.30 og 13.30 Laugardagur 11. apríl kl. 10.30 og 13.30 Sunnudagur 12. apríl kl. 10.30 og 13.30 Hvítasunnudagur 24. maí kl. 11   Hallgrímskirkja í Saurbæ Sunnudagur 4. maí kl. 11   Leirárkirkja Sunnudagur 4. maí kl. 14   Innra-Hólmskirkja Hvítasunnudagur 24. maí kl. 14   Skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar hefst í lok [...]

2. apríl, 2025|

Fermingar 5. og 6. apríl

Fermingar hefjast í Akraneskirkju helgina 5. - 6. apríl en fermt verður í tveimur athöfnum báða dagana. Ferming er hátíðsdagur í lífi ungmennanna og það er sannarlega spenna í loftinu þegar skemmtilegum fermingarvetri lýkur. Í fermingarthöfninni staðfesta börnin skírn sína og þann vilja að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Um leið er athöfnin fyrirbæn, þar sem beðið er fyrir börnunum og framtíð þeirra. Við biðjum Guð um að blessa öll fermingarbörn vorsins og [...]

1. apríl, 2025|

Strokið um strengi

Velkomin á tónleika í Vinaminni í kvöld kl. 20 á vegum Kalman- tónlistarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Strokið um strengi" og eru tileinkaðir Þórarni Guðmundssyni tónskáldi, sem einmitt var fæddur þennan dag. Fram koma Kór Akraneskirkju undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, Björg Þórhallsdóttir sópran, Ívar Helgason tenór, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Afkomendur Þórarins kynna, sýna kvikmynd og segja sögur af tónskáldinu. Aðgangseyrir er kr. 3000 og allir [...]

27. mars, 2025|

Kirkjulistavika – viðburðir framundan: Sálmasöngskvöld, ljósmyndasýning og tónleikar

Kirkjulistavika prestakallsins hófst í gær, sunnudaginn 23. mars, og fór vel af stað. Setning hennar var við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Saurbæ og um leið opnuð sýning á útgáfum Passíusálma Hallgríms Péturssonar sem eru í eigu kirkjunnar. Elstu útgáfurnar eru frá 18. öld en einnig er að finna erlendar þýðingar á sálmunum. Sýningin ber yfirskriftina Upp, upp mín sál og mun standa fram að páskum. Um kvöldið var bláa messan í Akraneskirkju og fylltu [...]

24. mars, 2025|

Kirkjulistavika Garða- og Saurbæjarprestakalls 23.-30. mars

Kirkjulistavika 23.-30. mars Garða- og Saurbæjarprestakall í samstarfi við Kalman – tónlistarfélag Akraness verður með glæsilega dagsskrá í Kirkjulistaviku, síðustu dagana í mars. Fjölbreyttar messur, sýning á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, tónleikar og sálmasöngskvöld er meðal þess sem boðið er upp á. Dagskrána má sjá hér að neðan. Í Garða- og Saurbæjarprestakall, sem nær yfir Akranes og í Hvalfjarðarsveit, eru fjórar kirkjur og fer dagskráin fram í þremur þeirra. Kórar kirknanna koma fram ásamt fleira [...]

18. mars, 2025|

Miðvikudagur 19. mars

Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 Orgeltónar, ritningarlestur, bæn og kyrrð alla miðvikudaga í Akraneskirkju. Boðið upp á súpu í Safnaðarheimilinu Vinaminni á eftir. Kr. 1000. Föstumessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20:00 Alla föstuna er messað í Saurbæ á miðvikudögum kl. 20. Passíusálmur lesinn, hugleiðing, bæn og altarissakramentið. Sr Ólöf Margrét prédikar og þjónar fyrir altari miðvikudaginn 19. mars.

18. mars, 2025|

Sunnudagur 16. mars

Sunnudaginn 16. mars er fjölbreytt helgihald á Akranesi. Dagurinn hefst með sunnudagaskóla kl.11, á hjúkrunarheimilinu Höfða er messað kl.17.15 og um kvöldið er kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20. sr. Þráinn Haraldsson predikar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur. Guðspjall dagsins er úr Matteusarguðspjalli og segir frá kanversku konunni sem kemur til Jesú að biðja um lækningu fyrir dóttur sína. Í predikuninni verður því snert á þeim hlutum sem skipta okkur [...]

14. mars, 2025|

Heimsókn í Bústaðakirkju

Miðvikudaginn 12. mars er heimsókn í Bústaðakirkju hjá opna húsinu. Bænastund er í Akraneskirkju kl. 12.10 og súpa á eftir fyrir þau sem vilja. Lagt verður af stað til Reykjavíkur kl.13.00. Tekið verður þátt í dagskrá með opnu húsi í Bústaðakirkju og drukkið kaffi. Áætluð heimkoma á Akranes um milli 16.00 og 16.30. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu Akraneskirkju í s. 4331500. Verð er 1000kr.

11. mars, 2025|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top