Vináttunámskeið í Akraneskirkju.
Hefur barnið þitt einangrast?
Við í Akraneskirkju ætlum að bjóða upp á námskeið fyrir 8-10 ára börn dagana 2., 9., 16., 23. og 25. júní. Hver samvera stendur frá 14.30-16.00. Markmiðið er að börnin fái félagsskap í kirkjunni undir handleiðslu starfsfólks. Á dagskrá eru skemmtilegir leikir, útivera og helgistundir.
Námskeiðið endar á heimsókn frá KVAN þar sem fjallað verður um vináttu og vináttuþjálfun.
Ekkert kostar að taka þátt en takmarkaður fjöldi barna getur tekið þátt. Skráning fer fram á skráningarsíðu kirkjunnar.