Eins og áður verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum, nú í byrjun aðventunnar.  Við verðum í garðinum á eftirtöldum dögum:  laugardaginn 25.nóvember kl. 11.00.- 15.30.  sunnudaginn 26.nóvember kl. 13.00.- 15.30., og laugardaginn 2.desember kl. 13.00.- 15.30.

Við höfum lengi styrkt Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi með tækjagjöfum og munum við að sjálfsögðu halda því áfram.  Í fyrra afhentum við tæki að verðmæti kr. 7.000.000.-sem endaði í kr. 7.500.000.-   sem er færanlegt ómskoðunartæki. Nú munum við afhenda  fjögur tæki til HVE að upphæð kr. 5.300.000.- Tækin eru: Lífsmarkamælir, blöðruskanni, hjartagjörgæslutæki og sárasuga.  Í fyrra styrktum við einnig Mæðrastyrksnefnd um kr. 250.000.-,  og Björgunarfélag Akraness um kr. 200.000.-Verðið hækkar aðeins og verður kr. 8.500.-   Að venju munum við endurnýja krossana eins og hægt er.  Upplýsingar um útleigu krossanna gefa Valdimar Þorvaldsson í síma 899-9755 og Ólafur Grétar Ólafsson í síma 844-2362.  Einnig má panta krossa á netföngin oligretar@aknet.is og valdith@aknet.is    Greiða má inn á reikning 0186-26-017754 kt: 530586-1469.  Ykkar stuðningur hefur gert okkur kleift að styðja myndarlega við bakið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og við Lionsmenn þökkum kærlega fyrir myndarlegan stuðning undanfarinna ára og vonumst til að sá stuðningur haldi áfram.

 

Bestu kveðjur

Lionsklúbbur Akraness