Dagur hjónabandsins verður haldinn hátíðlegur í Akraneskirkju nk. sunnudag, 15. október. Er þetta níunda árið í röð sem guðsþjónusta að hausti er tileinkuð hjónabandinu sérstaklega og hefst hún kl. 14.
Flutt verður stutt prédikun um ástina og kærleikann. Kammerkór Akraness syngur fallega brúðkaupssálma.
Að guðsþjónustu lokinni er öllum kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Þar mun kammerkórinn syngja nokkur ljúf lög til viðbótar.
Þetta er guðsþjónusta sem ástfangin hjón og pör á öllum aldri mega ekki missa af. Nú býður þú ástinni þinni til kirkju! Sýnum hjónabandinu og ástarsambandinu þá ræktarsemi sem það á skilið.
Allir velkomnir!