Annan fimmtudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann er opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimilinu Vinaminni – frá kl. 13.30 til 16. Þessar samkomur hafa verið afar vel sóttar fram að þessu, svo að ekki sé meira sagt! Í fyrravetur komu yfir 100 manns hverju sinni.
Fyrst er spiluð félagsvist eða bingó, síðan gert kaffihlé, þá flutt hugvekja og bæn, og eftir það er létt dagskrá í tali og tónum.
Næstkomandi fimmtudag, 12. október, verður fyrsta samvera vetrarins. Spilað verður bingó.
Gestur dagsins verður hinn landskunni dægurlagasöngvari og spaugari, Ragnar Bjarnason. Hann mun skemmta kl. 15.
Allir eru velkomnir!
Gestum er heimilt að koma og fara þegar þeim hentar!