Það var líf og fjör í Vinaminni sl. fimmtudag. Gestur dagsins var hinn síungi Ragnar Bjarnason og skemmti hann gestum eins og honum er einum lagið. Að lokinni skemmtun var hann síðan leystur út með gjöfum í tilefni af áttræðisafmæli hans. Sr. Eðvarð afhenti honum m.a. göngugrind, ullarsokka og bókina um Geiturnar þrjár. Guðjón Hafliðason mætti síðan á svæðið og bauð Ragga, Helle konu hans og sr. Eðvarð á rúntinn í eðalvagni sínum.