Næstkomandi mánudagskvöld, 3. nóvember frá kl. 18 til 20 munu fermingarbörn eins og undanfarin ár, ganga í hús á Akranesi og safna fjármunum til hjálpar
bágstöddum í Afríku.
Söfnun þessi er skipulögð af Hjálparstarfi kirkjunnar og Akraneskirkju. Ungmennin verða með innsiglaða bauka. Þetta framlag fermingarbarnanna er liður
í fermingarundirbúningi þeirra.
Hér gefst þeim tækifæri til að meðtaka boðskap Krists um náungakærleika á áþreifanlegan hátt – og skynja um leið kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif.
Við biðjum Akurnesinga að taka fermingarbörnunum vel og leggja sitt af mörkum í neyð annarra!