Kirkjan að Innra-Hólmi er hennar kirkja. Kirkjustaðurinn er gamall og þar hefur kirkja staðið frá því á 12. öld. Hún er fædd á kirkjustaðnum og alin þar upp, bóndadóttir. Þar er hún sóknarnefndarformaður og hefur verið það hátt í fjörutíu ár – búið í sókninni alla sína ævi. Í Innra-Hólmskirkju gifti hún sig átján ára gömul, þar var hún skírð og fermd. Kirkjan er því samofin lífi hennar.

Sjá nánar í þessum tengli hér að neðan
Viðtal við Ragnheiði Guðmundsdóttur af kirkjan.is