26.nóvember er síðasti sunnudagur kirkjuársins, næsta sunnudag hefst nýtt kirkjuár á 1 sunnudegi í aðventu. Þennan sunnudag er fjölbreytt helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli að vanda. Í Akraneskirkju er sunnudagaskóli kl. 11. Þar munu Ása og Jóhanna Elísa taka á móti börnunum með söng, leik og biblíusögu.
Í Hallgrímskirkju í Saurbæ er guðsþjónusta kl. 11. sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Kór Saurbæjarprestakalls leiðir söng undir stjórn Zsuzsönnu Budai organista.
Dagurinn endar svo á Kvöldmessu í Akraneskirkju kl. 20. sr. Þráinn Haraldsson þjónar, félagar úr Kór Akraneskirkju syngja og Hilmar Örn Agnarssonar leikur á orgel. Í þessari stund verður altarisganga og við endum kirkjuárið á fararblessun frá altarinu.
Verið öll velkomin til kirkju á sunnudaginn.