Kór Akraneskirkju syngur á Nýárstónleikum í Bíóhöllinni, miðvikudaginn 3. janúar kl. 20.
Óskar Pétursson, Björg Þórhallsdóttir og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir koma fram, ásamt hljóðfæraleikurum. Konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Kalmans Listafélags, Bíóhallarinnar og Kórs Akraneskirkju. Á efnisskrá eru Vínartónlist og þekktar óperuaríur.
Miðasala í Versluninni Bjargi og á Tix. Miðaverð kr. 7500
Athugið að vegna forfalla hleypur Óskar Pétursson í skarðið fyrir Kristján Jóhannsson.