1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar en kvenfélög víða um land sinna óeigingjörnu starfi í þágu samfélagsins sem vert er að minnast og þakka.
Söfnuðir prestakallsins njóta ekki síður mikilvægs framlags kvenfélaga og viljum við þakka það sérstaklega. Má þar nefna stuðning við framkvæmdir eða kaupa á sálmabókum eða öðru sem nýtist í kirkjulegu starfi.
Við Akraneskirkju starfar kvenfélag sem heitir Kirkjunefnd Akraneskirkju. Konurnar er nefndinni hafa verið ötular við að safna fé í gegnum árin meðal annars með kaffisölu á 17. júní og sölu á kertum og hafa stutt við kirkjuna með myndarlegum gjöfum. Þá leggja þær okkur einnig lið á annan hátt, svo sem með því að sjá um fermingarkyrtlana. Í dag þökkum við þeim fyrir þeirra frábæra starf sem er Akraneskirkju mjög mikils virði.
Til hamingju með daginn kvenfélagskonur og hjartans þakkir fyrir ykkar óeigingjarna starf og mikilvæga framlag til safnaðanna!