Velkomin í sunnudagaskólann

Sælir eru friðflytjendur!

Sunnudagaskólinn hefst næsta sunnudag 1. september kl. 11 og að vanda verður sungið af gleði, sögð biblíusaga og jafnvel sjáum við hvað Nebbi er að bralla.

Alda Björk Einarsdóttir, leikskólakennari, hefur umsjón með sunnudagaskólanum í vetur ásamt Jóhönnu Elísu sem spilar á píanóið. Sr Ólöf og sr Þráinn líta líka inn.

Við erum friðflytjendur! er yfirskrift sunnudagaskólans í vetur og fá börnin fallega bók og safna í hana límmiðum, einn fyrir hvern sunnudagaskóla. Í bókinni er sagt frá Jesú í endursögðum biblísögum hvers sunnudags, þar eru einnig myndir við hverja sögu sem börnin fullgera með límmiðanum sem þau fá í sunnudagaskólanum. Falleg bænavers eru fremst í bókinni.