Það er fjölbreytt helgihald í kirkjum prestakallsins sunnudaginn 29. september.
Í Akraneskirkju er sunnudagaskóli kl. 11. Þar mun Alda Björk leiða stundina með söng, leik og biblíusögu. Sunnudagaskólinn er frábært fjölskyldustund fyrir börn á leikskólaaldri og yngstu bekkjum grunnskólans með foreldrum sínum og fjölskyldu. Í vetur safna börnin límmiðum í sunnudagskólabók sem allir fá að gjöf.
Um kvöldið er svo kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20. Þráinn Haraldsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og predikar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur.
Í Leirárkirkju er guðsþjónusta kl. 11. Þráinn Haraldsson þjónar, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur. Boðið verður upp á kaffisopa eftir messuna.
Guðþjónusta er tækifæri til að slaka á, leita að ró í tilverunni og íhuga orð Guðs. Textar sunnudagsins fjalla um ákall trúarinnar um að láta kærleikann stjórna verkum okkar, sem er sannarlega þörf áminning, bæði í dag, sem og alla tíma.
Verið velkomin til kirkju – hvort sem það er í morgunskímunni í Leirárkirkju, kvöldrökkrinu og kyrðinni í Akraneskirkju eða með börnin í sunnudagaskóla.