Jesús sagði: „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“

Sunnudaginn 6. október kl. 11 er fjölskyldumessa í Akraneskirkju. Bænin er aðalumfjöllunarefnið en auk þess að biðja verður sungið af hjartans lyst.  Biblíusaga um Jesú og bænina og börnin fá límmiða í bókina sína.

Jóhanna Elísa og Ólöf Margrét leiða messuna.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju!