Sjúkur [var ég] og þér vitjuðuð mín (Matt 25.35)
Sunnudagurinn 20. október er dagur heilbrigðisþjónustunnar en þá verður einnig hin árlega Bleika messa í Akraneskirkju kl. 20.

Fyllum kirkjuna af gleði og von með kraftmiklum söng, ávarpi og bænum.

Bleika messan er haldin í samstarfi við Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis til að sýna samhug og samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein, en bleiki liturinn er tákn þeirrar stamstöðu og stuðnings. Sýnum þann stuðning og samhug og mætum í bleiku eða með eitthvað bleikt á okkur.

Kvennakórinn Ymur syngur ásamt konum úr kórum prestakallsins, það er Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjarprestakalls hins forna. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, kórstjórar ásamt honum eru Zsuzsanna Budai og Sigríður Havsteen Elliðadóttir.

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, aðstandandi, flytur ávarp, en í ár vekur Bleika slaufan, hið árlega árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, athygli á hlutverki aðstandenda undir yfirskriftinni Þú skiptir máli. Aðkoma aðstandenda er mikilvæg fyrir batahorfur og lífsgæði þeirra sem glíma við krabbamein.

Sr Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina. Meðhjálpari er Helga Sesselja Ásgeirsdóttir.

Að messu lokinni er boðið til kaffis í Vinaminni.

Verið velkomin til kirkju!

Guðsþjónuta verður sama dag á Hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 17:15.

Vegna vetrarleyfis verður ekki sunnudagaskóli þennan dag.