Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er gestur okkar í Opnu húsi í Vinaminni, miðvikudaginn 23. október. Dagskráin hefst kl. 13:15. Sr. Auður Eir var vígð til prests við Þjóðkirkjuna þann 29. september 1974 og var fyrsta konan hérlendis til að hljóta prestsvígslu. Hún er frumkvöðull á sviði kvennaguðfræði og stofnaði á sínum tíma Kvennakirkjuna. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur um kvennaguðfræði.
Kaffi og bleik kaka í lok samveru.

Kyrrðarstund er í Akraneskirkju alla  miðvikudaga kl. 12:10. Komdu og upplifðu kyrrðina við orgeltóna, ritningarlestur og bæn.
Súpa í Vinaminni að stund lokinni.

Verð fyrir súpu kr. 1000 – innifalið einnig kaffi í Opnu húsi.
Verð fyrir kaffi í Opnu húsi kr. 1000 – ef ekki var greitt fyrir súpu.