Sunnudaginn 3. nóvember, er Allra heilagra messa í kirkjum landsins. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og heiðrum minningu þeirra sem hafa kvatt okkur síðastliðið ár.

Við hátíðarmessu kl. 20 í Akraneskirkju verða lesin nöfn þeirra sem voru jarðsungin í Garða- og Saurbæjarprestakalli frá Allra heilagra messu árið 2023. Einnig verða tendruð kertaljós til minningar um látna ástvini.

Eftir messu verður boðið í kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu Vinaminni.

 

Þann sama sunnudag er guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 17.15 fyrir íbúa Höfða, en þar munum við minnast þeirra sem látist hafa á hjúkrunarheimilinu síðastliðið ár.