Sunnudaginn 16. mars er fjölbreytt helgihald á Akranesi. Dagurinn hefst með sunnudagaskóla kl.11, á hjúkrunarheimilinu Höfða er messað kl.17.15 og um kvöldið er kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20. sr. Þráinn Haraldsson predikar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur. Guðspjall dagsins er úr Matteusarguðspjalli og segir frá kanversku konunni sem kemur til Jesú að biðja um lækningu fyrir dóttur sína. Í predikuninni verður því snert á þeim hlutum sem skipta okkur mestu máli í lífinu og hvaða merkingu trú getur haft í lífi okkar.