Kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10
Orgeltónar, ritningarlestur, bæn og kyrrð alla miðvikudaga í Akraneskirkju. Boðið upp á súpu í Safnaðarheimilinu Vinaminni á eftir. Kr. 1000.

Föstumessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20:00
Alla föstuna er messað í Saurbæ á miðvikudögum kl. 20. Passíusálmur lesinn, hugleiðing, bæn og altarissakramentið.
Sr Ólöf Margrét prédikar og þjónar fyrir altari miðvikudaginn 19. mars.