Páskarnir eru framundan, helgasta hátíð kristinna manna. Bænadagar dymbilviku eru aðdragandi páskanna og að venju verður helgihald í Akraneskirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ þessa daga og á páskum. Verið velkomin til kirkju!
Akraneskirkja
Pálmasunnudagur 13. apríl
Kl. 10:30 Ferming
Skírdagur 17. apríl
Kl. 20 Kvöldmessa og Getsemane-stund. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson, fiðla Hrefna Berg. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Í lok messu verður altarið afskrýtt og ljósin slökkt
Föstudagurinn langi 18. apríl
Kl. 20 Helgistund við krossinn. Lestrar píslarsögunnar og tónlist flutt á milli. Hilmar Örn Agnarsson og félagar úr Kór Akraneskirkju sjá um tónlistina. Prestur sr Ólöf Margrét Snorradóttir
Páskadagur 20. apríl
Kl. 11 Hátíðarguðsþjónusta. Sr Þráinn Haraldsson þjónar. Organisti Hilmar Örn Agnarsson, Kór Akraneskirkju syngur. Morgunkaffi í Safnaðarheimilinu Vinaminni á eftir
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Frá Betaníu til Emmaus – helgistund alla daga dymbilviku kl. 18
Sr. Kristján Valur Ingólfsson leiðir helgistundir
Pálmasunnudagur 13. apríl
Kl. 18 Íhugun um smurninguna í Betaníu
Mánudagur 14. apríl
Kl. 18 Íhugun um iðrun og fyrirgefningu
Þriðjudagur 15. apríl
Kl. 18 Íhugun um vatnið og skírnina
Miðvikudagur 16. apríl
Kl. 18 Íhugun um krossferilinn og upprisuna
Skírdagur 17. apríl
Kl. 16 Skírdagstónleikar – María Konráðsdóttir sópran, Sólveig Thoroddsen barokkhörpuleikari og Sergio Coto lútuleikari flytja fagra tónlist frá barokktímanum
Kl. 18 Íhugun um heilaga kvöldmáltíð
Föstudagurinn langi 18. apríl
Kl. 13 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir – Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir les fyrsta sálm og Kór Saurbæjarprestakalls syngur lög við sálma Hallgríms undir stjórn Zsuzsönnu Budai, organista. Kórinn flytur m.a. sálma eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttur Viborg og Högna Egilsson sem samdir voru sérstaklega fyrir 350 ára minningarhátíð Hallgríms Péturssonar, síðastliðið haust. Milli lestra flytja þau Sólveig Thoroddsen, hörpuleikari og Sergio Coto lútuleikari tónlist frá erlendum samtímamönnum Hallgríms. Lestrinum lýkur um kl. 18:15, hægt er að koma og fara að vild
Laugardagur 19. apríl
Kl. 18 Jesús dvelur í gröf sinni. Hugleiðing og bænir
Kl. 23 Páskanæturmessa
Páskadagur 20. apríl
Kl. 08 Árdegismessa – Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai, sr Þráinn Haraldsson predikar og þjónar fyrir altari. Messukaffi í prestsetrinu
Annar dagur páska 21. apríl
Kl. 14 Guðsþjónusta með Emmaus-göngu að Hallgrímssteini
Hjúkrunarheimilið Höfði
Páskadagur 20. apríl
Kl. 12:45 Guðsþjónusta í hátíðarsal. Hilmar Örn Agnarsson organisti og Kór Akraneskirkju ásamt sr Þráni Haraldssyni