Í kvöld föstudaginn 25 apríl kl 19.30 verða glæsilegir karlakórs tónleikar í safnaðarheimilinu Vinaminni þar sem þrír karlakórar stíga á stokk og skemmta með söng og gleði.
Kórarnir sem fram koma eru
Karlakórinn Saqqarsik frá Qaqortoq á Grænland sem er vinaheimsókn til Íslands dagana, en Qaqortoq á Grænlandi er vinabær Akraness.
Þar koma einnig fram Karlakórinn Söngbræður undir stjórn Viðars Guðmundssonar og Karlakórinn Smaladrengir.
Aðgangur er ókeypis