Akraneskirkja sunnudaginn 17. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11
Söngur og sögur að vanda, heyrum m.a. um fugla himins sem aldrei hafa áhyggjur. Börnin fá að sjálfsögðu límmiða í bókina sína.

Æðruleysismessa kl. 20 
Vitnisburður frá AA-félaga. Tónlistarkonan GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð, syngur  nokkur af sínum lögum ásamt stúlkum úr Kór Grundaskóla, kórstjóri er Lilja Margrét Riedel. Kór Akraneskirkju leiðir almennan söng, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Andri Freyr Hilmarsson leikur á bassa og Matthías Eyfjörð á slagverk. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir og prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.
Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í Vinaminni.

Verið velkomin til kirkju!