Í sumar verður ævintýranámskeið í Akraneskirkju. Ævintýranámskeið er fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára. Námskeiðið verður 29. júní – 3. júlí og er milli kl.8 – 16. Umsjón með námskeiðinu hafa Þóra Björg prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og Ásta Jóhanna guðfræðinemi. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að starfsfólk taki þátt í dagskránni með börnunum og að dagskráin sé fjölbreytt og spennandi. Í lok námskeiðs fá öll börn verðlaun fyrir eitthvað sem þau eru góð í og er foreldrum boðið á sérstaka verðlaunaafhendingu.
Dæmi um ævintýrin sem við fáum að upplifa er wipe-out braut, ævintýraferð, óhefðbundnar íþróttir, náttfatapartý, hæfileikasýning,
vatnsrennibraut, pylsupartý, leikir, rugldagur og margt margt fleira.
Skráning fer fram á skráningarsíðu Akraneskirkju.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 433-1500 eða með því að senda póst á thora@akraneskirkja.is