Sunnudaginn 3. nóvember, er Allra heilagra messa í kirkjum landsins. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og heiðrum minningu þeirra sem hafa kvatt okkur síðastliðið ár.

Við hátíðarmessu kl. 20 í Akraneskirkju verða lesin nöfn þeirra sem voru jarðsungin í Garða- og Saurbæjarprestakalli frá Allra heilagra messu árið 2023. Einnig verða tendruð kertaljós til minningar um látna ástvini.

Kammerkór Akraneskirkju leiðir söng. Einsöng syngur Bjarni Atlason. Organisti Hilmar Örn Agnarsson, konur úr Kirkjunefnd Akraneskirkju þjóna í messunni ásamt sr Þráni Haraldssyni og sr Ólöfu Margréti Snorradóttur. Meðhjálpari er Helga Sesselja Ásgeirsdóttir.

Eftir messu verður boðið í kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu Vinaminni.

 

Þann sama sunnudag er guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 17.15 fyrir íbúa Höfða, en þar munum við minnast þeirra sem látist hafa á hjúkrunarheimilinu síðastliðið ár.