Vetrarstarfið er komið á fullt skrið í Akraneskirkju og barna- og æskulýðsstarfið hefur farið vel af stað.
Sunnudagaskóli er alla sunnudaga kl. 11 í umsjá Öldu Bjarkar, þar er sungið og sögð biblíusaga auk þess sem börnin fá límmiða í bókina sína.
Alla mánudaga er barnastarf í Vinaminni, umsjón hefur Ása Kolbrún ásamt ungleiðtogum.
Fyrsti hópurinn er kl. 16:15 og er það aldurinn 6-8 ára eða 1.-3. bekkur.
5.-7. bekkur eða 9-12 starfið hefst kl. 17:30.
Æskó er fyrir 8.-10. bekk og hefst kl. 20.
Samverurnar eru klukkustundar langar, farið er í leiki, föndrað eða spilað, ásamt því að heyra bibliusögu og annan fróðleik. Ekkert þátttökugjald er fyrir hefðbundnar samverur og öll börn velkomin!
Dagskrá haustsins:
2. september – GAGA bolti
9. september – Spurningakeppni
16. september – Náttfatapartý
23. september – Spilafundur
30. september – Orrusta
7. október – Brjóstsykursgerð
14. október – Ratleikur
21. október – Vetrarfrí
28. október – Búningadagur
4. nóvember – Hæfileikasýning
11. nóvember – Sardínur í dós
18. nóvember – Varúlfur
25. nóvember – Rafmagnslaus dagur (taka með vasaljós)
2. desember – Jólapeysudagur
9. desember – Piparkökumálun
16. desember – Jólaföndur