Brátt hefst barnastarf kirkjunnar og KFUM og KFUK.
Sunnudagskólinn fer fram alla sunnudag kl. 11 í kirkjunni.
Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6 – 9 ára börn. Fyrir áramót verða 5 samverur á laugardögum kl. 10 – 11. Samverurnar fara fram í Iðnskólahúsinu bak við safnaðarheimilið Vinaminni. Það er skemmtileg dagskrá með leikjum, þrautum og ýmsu öðru ásamt fræðslu. Umsjónarmaður starfsins er Írena Rut Jónsdóttir ásamt aðstoðarleiðtogum. Samverur eru eftirtalda laugardaga:
26. sept., 17.okt., 7.nóv., 28.nóv og 5.desember.
Leikjafjör er fyrir 10 – 12 ára börn. Fyrir áramót verða 6 samverur á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15. Húsið opnar kl. 16:00. Dagskráin verður spennandi, skemmtileg og sniðin að aldurhópnum. Á hverri samveru er fræðsla. Starfið fer fram í Iðnskólahúsinu. Umsjónarmenn starfsins eru Aníta Einardóttir og Sigrún Þorbergsdóttir. Samverur eru eftirtalda miðvikudaga:
16.sept., 30.sept., 21.okt., 4.nóv., 25.,nóv. og 9. desember.
Ekkert kostar að taka þátt í starfi kirkjunnar en við biðjum foreldra að skrá börnin til þátttöku í kirkjuprökkurum og leikafjöri.