Um helgina lauk fermingarathöfnum frá Akraneskirkju. Fermd voru rúmlega 90 ungmenni og voru athafnirnar sjö talsins. Þetta voru fallegar stundir sem sr. Þráinn Haraldsson og sr. Jón Ragnarsson höfðu umsjón með ásamt Helgu Sesselju Ásgeirsdóttur kirkjuverði. Kór Akraneskirkju söng undir sjórn Sveins Arnars organista. Forsöngvarar voru kórfélagarnir Halldór Hallgrímsson og Ingþór Bergmann Þórhallsson. Kristín Sigurjónsdóttir lék á fiðlu en hún er einnig félagi í kórnum.