Á föstunni, frá öskudegi að páskum, er messað í Hallgrímskirkju í Saurbæ alla miðvikudaga kl. 20. Lesið er úr Píslarsögunni og sungnir Passíusálmar Hallgríms ásamt því að neyta altarissakramentisins. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup emeritus, leiðir stundirnar ásamt prestum Garða- og Saurbæjarprestakalls.

 

Verið velkomin til föstumessu.