Mánudaginn 22. janúar í Akraneskirkju kl. 20
Hvað hétu lærisveinarnir? Hvað gerði Móse? Hverjar voru Sifra og Púa? Langar þig að vita meira um þær persónur sem koma fyrir í Bibliunni, hver saga þeirra er, hvað þær kenna okkur? Þá er fræðslukvöld í Akraneskirkju fyrir þig!
Síðastliðinn vetur hófust fræðslukvöld á mánudegi, eitt kvöld í mánuði þar sem flutt voru erindi um ákveðið efni tengt kirkjunni og kristinni trú. Við höfum haldið áfram með fræðslukvöldin, fjallað um nöfn í Biblíunni og aðventuna. Fræðslukvöldið í janúar er helgað völdum persónum í Bibliunni. Sr Ólöf Margrét segir frá og gefst færi til samræðna og spurninga.
Verið velkomin!