Boðið er upp á bænastund í Akraneskirkju í hádeginu á miðvikudögum, kl. 12.15, yfir vetrartímann. Þetta er notaleg helgistund sem tekur aðeins 15 mínútur. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Leikið á orgel og ritningarorð lesin. Þátttakendur tendra kertaljós með bænarefni í huga. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Komið og takið þátt í uppbyggilegri helgistund!
Viltu láta biðja fyrir þér eða þínum?
Vinsamlegast hafðu þá samband við sóknarprest á símaviðtalstíma, (433-1503) eða með tölvupósti.