Prestar, sóknarnefndir og starfsfólk safnaðanna í Garða- og Saurbæjarprestakalli óska ykkur blessunarríks nýs árs.
Við þökkum ánægjulegar samverustundir liðinna ára og hlökkum til samveru í helgihaldi og safnaðarstarfi á nýju ári. 

Helgihald og safnaðarstarf heldur áfram með hefðbundnu sniði og verið hefur, kvöldmessur verða áfram í Akraneskirkju auk fjölskylduguðsþjónustu einu sinni í mánuði. Bænastundir á miðvikudögum hefjast 11. janúar, sömuleiðis opið hús. Barna- og æskulýðsstarf hefst mánudaginn 16. janúar.

Verið velkomin til kirkju!

Akraneskirkja
Sunnudagur 8. janúar messuhlé
Sunnudagur 15. janúar fjölskylduguðsþjónusta kl. 11
Sunnudagur 22. janúar sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20
Sunnudagur 29. janúar sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20

Bænastund og súpa alla miðvikudaga kl. 12:10 frá 11. janúar

Barna– og æskulýðsstarf hefst mánudaginn 16. janúar

Opið hús í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15
11. janúar    Hallbera Jóhannesdóttir
25. janúar   Þorragleði

Karlakaffi – fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:30
1. febrúar    Einar Kr. Guðfinnsson

Hallgrímskirkja í Saurbæ
Sunnudagur 22. janúar messa kl. 11