Hallgrímsdagar verða 27. – 30. október 2022 í tilefni af ártíð Hallgríms Péturssonar. Eftirfarandi dagskrá verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Fimmtudagur 27. október kl. 20.00
,,Biskupinn blessar hjalla“. Ádeilur Hallgríms Péturssonar. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín flytur erindi.
Tónlist: Benedikt Kristjánsson, tenór. Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnandi og meðleikari: Zsuzsanna Budai.
Aðgangur ókeypis.
Laugardagur 29. október kl. 16.00
Tríóið Sírajón flytur verk eftir Katchaturain, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson.
Tríóið skipa: Laufey Sigurðardóttir (fiðla), Einar Jóhannesson (klarinett) og Anna Áslaug Ragnarsdóttir (píanó).
Aðgangseyrir 2.500 kr
Sunnudagur 30. október kl. 20.00 – Siðbótardagurinn
Kvöldmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar, séra Kristján Valur Ingólfsson prédikar. Kór Saurbæjarprestakalls og Benedikt Kristjánsson tenór flytja tónlist. Organisti er Zsuzsanna Budai.