Í ár er þess minnt að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, prests og sálmaskálds. Vegleg Hallgrímshátíð verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ næstkomandi helgi, tónleikar á laugardag og hátíðarmessa á sunnudag ásamt sérstakri hátíðardagskrá

Laugardagur 26. október kl 16:
Kórtónleikar – Hallgrímsfléttu
Kór Breiðholtskirkju flytur kórverk sem tengjast kveðskap Hallgríms Péturssonar. Stjórnandi er Örn Magnússon.
Á efnisskrá eru verk eftir Orlando di Lasso, Knut Nystedt, Sergei Rachmaninoff, Þorkel Sigurbjörnsson, Steingrím Þórhallsson og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.
Aðgangur er ókeypis

Sunnudagur 27. október 
Hátíðarmessa kl 14:00
Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur predikar. Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur, sr. Þóru Björgu Sigurðardóttur, sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni, presti í Hvalsneskirkju og sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, fyrrverandi vígslubiskupi í Skálholti.
Frumflutt verða kórverk við texta Hallgríms eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg og Högna Egilsson.
Biskup Íslands flytur ávarp í lok messunnar.
Sif Tulinius leikur á fiðlu, Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Zsuzsanna Budai.
Sóknarnefnd Saurbæjarsóknar býður til kirkjukaffis í Vatnaskógi að messu lokinni.

Hátíðardagskrá kl. 16:300
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir flytur ræðu
Tónlist: Sif Tulinius, fiðla, Tríó Hvalreki; Magnea Tómasdóttir, söngur, Kjartan Guðnason, slagverk, Kjartan Valdemarsson, píanó.
Kór Saurbæjarprestakalls, stjórnandi: Zuzsanna Budai.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson segir frá lífi og starfi Hallgríms og Guðríðar í Saurbæ.
Birgir Þórarinsson, formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ flytur ávarp. Sr. Þráinn Haraldsson stýrir dagskránni og flytur lokaorð.