Þriðjudaginn 24. mars n.k. munu Magnea Tómasdóttir söngkona og Smári Ólason tónlistarfræðingur flytja dagskrá í Akraneskirkju um Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans. Kynnt verður 93. prentun Passíusálmanna sem kom út nú í mars þar sem „gömlu lögin“ við þá eru sett út fyrir fjögurra radda blandaðan kór gerðar af Smára auk nýrrar textarannsóknar sem hann hefur gert.
Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis!