Sunnudaginn 17 mars er fjölbreytt dagskrá í prestakallinu.
Í Akraneskirkju er sunnudagaskóli kl. 11 þar Jóhanna Elísa tekur á móti börnum og fullorðnum með söng og biblíusögu.
Á sama tíma er helgiganga frá Hallgrímskirkju í Saurbæ. Gengin verður stutt vegalengd frá kirkjunni, stoppað á nokkrum stöðum þar þættir úr píslarsögunni verða lesnir og hugleiddir. Gangan er auðvelt og við flestra hæfi. sr. Þráinn Haraldsson leiðir gönguna.
Um kvöldið er kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20, að þessu sinni beinum við sjónum okkar að körlum og krabbameini í blárri messu, sr. Þráinn Haraldsson predikar. Karlakórinn Svanir og karlar úr Kór Akraneskirkju syngja.