Á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir. Samkvæmt tilmælum frá Biskupi Íslands hefur öllu helgihaldi í Garða – og Saurbæjarprestakalli verið aflýst meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. Opnu húsi fyrir eldri borgara hefur einnig verið aflýst.
Meðan á þessu stendur munu prestar prestakallsins og organisti birta hugvekjur og tónlist á facebook síðu Akraneskirkju alla sunnudaga. Einnig verður streymt frá bænastundum á miðvikudögum.
Barna og unglingastarf KFUM og KFUK og Akraneskirkju mun halda áfram eins og verið hefur. Það sama er að segja um barnastarf í Hvalfjarðarsveit.
Útfarir munu fara fram með hámark 50 viðstöddum en ekki er hægt að hafa erfidrykkju í safnaðarsalnum.
Brúðkaup og skírnir geta farið fram með mest 20 viðstöddum.
Prestar bjóða upp á sálgæsluviðtöl en hægt að hringja í síma Akraneskirkju og panta viðtal eða biðja um símtal, s. 433-1500.
Förum varlega og styðjum hvort annað á þessum tímum.
Því að ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. 1.Tím.1.7