Á hvítasunnudag, 28. maí eru tvær messur í prestakallinu.
Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11.
Kór kirkjunnar syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur séra Ólöf Margrét Snorradóttir.
Fermingarguðsþjónusta í Innra-Hólmskirkju kl. 14
Fermdir verða Árni Matias Axelsson og Oddur Ottesen. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Sr. Ólöf Margrét þjónar ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni.
Gleðilega hátíð!
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hún er 50 dögum eftir páska og er helguð heilögum anda og stofnun kristinnar kirkju. Rauði litur kirkjuársins er litur heilags anda, og þá eru dúfan og eldurinn einnig notuð til að tákna heilagan anda.
Guðspjallstexti hvítasunnudags er úr Jóhannesarguðspjalli:
Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus. Ég kem til yðar. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig. En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er.“ (Jóh 14.15-21)