Sunnudagurinn 8. desember er annar sunnudagur í aðventu, þá verður dansað í kringum jólatré í Vinaminni og um kvöldið sungið og glaðst saman í Saurbæ
Akraneskirkja / Vinaminni
Jólaball sunnudagaskólans kl. 11
Jóhanna Elísa og Alda Björk taka fagnandi á móti ykkur og heyrst hefur að jólasveinarnir séu orðnir spenntir að mæta á jólaball, hver veit nema þeir birtist hjá okkur.
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Aðventuhátíð kl. 20
Jólaminningar úr Hvalfirðinum, jólasálmar og -söngur. Endum góða samveru með piparkökum og heitu súkkulaði.
Organisti Zsuzsanna Budai. Kór Saurbæjarprestakalls syngur jólasálma og leiðir almennan söng. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur einsöng og deilir jólaminningu. Þær Valdís Valgarðsdóttir og Dúfa Stefánsdóttir munu einnig segja frá sínum bernskujólum eða minningum um jólahald í sveitinni. Meðhjálpari er Ágústa Björg Kristjánsdóttir.
Þráinn Haraldsson og Ólöf Margrét Snorradóttir leiða stundina.