Miðvikudaginn 11. desember höfum við sameiginlegt Karlakaffi og Opið hús. Dagskráin verður með jólaívafi og hefst hún kl. 13:15
Valgerður Jónsdóttir flytur nokkur lög, Sigurbjörg Þrastardóttir skáld kemur í heimsókn og les úr eigin verkum og deilir jólaminningum af Skaganum. Að sjálfsögðu syngjum við saman jólalögin við undirleik Hilmars Arnar. Fáum svo heitt súkkulaði og jólakökur í lokin.
Gleðjumst saman á aðventunni.
Kr. 1000 fyrir kaffið.
Kyrrðarstund og súpa að venju kl. 12:10 – síðasta kyrrðarstundin fyrir jól.