Jóhannes Finnur Halldórsson er gestur Karlakaffis í febrúar. Umfjöllunarefnið eru kirkjugarðar en Jóhannes Finnur hefur lengi séð um ýmsa tölfræðiútreikninga fyrir kirkjugarðaráð. Samveran hefst kl. 13:15.

Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik.
Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.

Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 1.000

Minnum á kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10, ritningarlestur og bæn ásamt tónlist. Súpa í Vinaminni á eftir.