Það er alltaf gaman þegar Hildur A. Ingadóttir sjúkraþjálfi kemur í Opna húsið í Vinaminni og engin undantekning verður á því miðvikudaginn 27. nóvember kl. 13:15 þegar hún kemur til okkar. Við fáum ekkert að sitja aðgerðarlaus því Hildur ætlar að kenna okkur styrkjandi æfingar fyrir líkama og ekki síður hugann.  Eins og hún segir sjálf verður keðjusöngur með hreyfingu, heilastuð og stemmning! á dagskránni í Opnu húsi í Vinaminni. Þá lumar hún einnig á óvæntum glaðning fyrir okkur, væntumþykju í verki. Fáum að vita allt um það í skemmtilegri samverustund.

Sjáumst hress í Opnu húsi!

Samveran hefst kl. 13:15 og lýkur með kaffi og meðlæti, kr. 1000 (ef ekki er greitt fyrir súpu).

Alla miðvikudaga er einnig kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir, kr. 1000.