Kirkjulistavika 23.-30. mars
Garða- og Saurbæjarprestakall í samstarfi við Kalman – tónlistarfélag Akraness verður með glæsilega dagsskrá í Kirkjulistaviku, síðustu dagana í mars. Fjölbreyttar messur, sýning á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, tónleikar og sálmasöngskvöld er meðal þess sem boðið er upp á. Dagskrána má sjá hér að neðan.
Í Garða- og Saurbæjarprestakall, sem nær yfir Akranes og í Hvalfjarðarsveit, eru fjórar kirkjur og fer dagskráin fram í þremur þeirra. Kórar kirknanna koma fram ásamt fleira tónlistarfólki. Umsjón með Kirkjulistaviku er í höndum Hilmars Arnar Agnarssonar organista Akraneskirkju.
Sunnudagur 23. mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 11
Upp, upp mín sál
Messa og opnun sýningar á handritum og útgáfum Passíusálma Hallgríms Péturssonar og fleiri verka eftir hann. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai.
Sýningin mun standa fram yfir páska. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 9-18.
Akraneskirkja kl. 20
Hraustir menn
Blá messan í tilefni af Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins.
Karlakór Kjalnesinga og Karlakórinn Svanir syngja. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Kórstjórar Lára Hrönn Pétursdóttir og Sigríður Elliðadóttir.
Frá kl. 19:30 syngja kórnarnir nokkur lög. Kaffi og konfekt í Safnaðarheimili að lokinni messu.
Mánudagur 24. mars
Leirárkirkja kl. 20
Þig vil ég lofa
Sálmakvöld með Kór Saurbæjarprestakalls syngur , kórstjóri og organisti Zsuzsanna Budai. Komið og syngið með gamla og nýja sálma. Kaffisopi og samvera.
Þriðjudagur 25. mars
Akraneskirkja kl. 19:30
Hauki til heiðurs
Tónleikar til heiðurs Hauki Guðlaugssyni, fyrrum organista Akraneskirkju. Fram koma fyrrum orgelnemendur og samstarfsmenn Hauks ásamt Gunnari Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Kór Akraneskirkju og Hljómi – kór eldri borgara.
Kaffisopi og spjall í Vinaminni að stund lokinni.
Miðvikudagur 26. mars
Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 13:15
Opið hús
Sýndar verða myndir í eigu Ljósmyndasafns Akraness af Akraneskirkju og kirkjustarfi. Munir í eigu kirkjunnar til sýnis.
Fimmtudagur 27. mars
Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 20
Strokið um strengi
Tónleikar og sögukvöld tileinkað Þórarni Guðmundssyni tónskáldi. Fram koma Kór Akraneskirkju, Björg Þórhallsdóttir sópran, Ívar Helgason tenór, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó, ásamt afkomendum Þórarins. Boðið upp á veitingar í hléi. Aðgangseyrir kr. 3000.
Laugardagur 29. mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 16
Söngurinn ómar
Kirkjutónleikar þar sem flutt verða kirkjuleg verk úr ýmsum áttum. Þær Hólmfríður Friðjónsdóttir sópran og Lilja Margrét Riedel sópran syngja, píanóundirleik annast László Pető.
Sunnudagur 30. mars
Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 20
Tónlistarmessa
Kraftfull messa lokar Kirkjulistavikunni. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson syngur ásamt Kór Keflavíkurkirkju og Kór Akraneskirkju auk hljómsveitar. Organistar og kórstjórar Arnór Vilbergsson og Hilmar Örn Agnarsson. Prestur Þóra Björg Sigurðardóttir. Kaffi og konfekt eftir messu.