Kirkjulistavika prestakallsins hófst í gær, sunnudaginn 23. mars, og fór vel af stað. Setning hennar var við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Saurbæ og um leið opnuð sýning á útgáfum Passíusálma Hallgríms Péturssonar sem eru í eigu kirkjunnar. Elstu útgáfurnar eru frá 18. öld en einnig er að finna erlendar þýðingar á sálmunum. Sýningin ber yfirskriftina Upp, upp mín sál og mun standa fram að páskum.

Um kvöldið var bláa messan í Akraneskirkju og fylltu tveir karlakórar kirkjuna af söng, Karlakórinn Svanir og Karlakór Kjalnesinga. Fyrir messu sungu þeir ýmis lög við góðar undirtektir kirkjugesta.

Dagskrá Kirkjulistaviku

Mánudagur 24. mars kl. 20
Leirárkirkja kl. 20
Þig vil ég lofa – Sálmakvöld með Kór Saurbæjarprestakalls syngur , kórstjóri og organisti Zsuzsanna Budai. Komið og syngið með gamla og nýja sálma. Kaffisopi og samvera.

Þriðjudagur 25. mars
Akraneskirkja kl. 19:30
Hauki til heiðurs – Tónleikar til heiðurs Hauki Guðlaugssyni, fyrrum organista Akraneskirkju. Fram koma fyrrum orgelnemendur og samstarfsmenn Hauks ásamt Gunnari Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Kór Akraneskirkju og Hljómi – kór eldri borgara. Kaffisopi og spjall í Vinaminni að stund lokinni.

Miðvikudagur 26. mars
Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 13:15
Opið hús – Sýndar verða myndir í eigu Ljósmyndasafns Akraness frá ýmsu kirkjustarfi. Munir í eigu kirkjunnar til sýnis. Kaffi að venju Opna hússins.

Fimmtudagur 27. mars
Safnaðarheimili Vinaminni kl. 20
Strokið um strengi – Tónleikar og sögukvöld tileinkað Þórarni Guðmundssyni tónskáldi. Fram koma Kór Akraneskirkju, Björg Þórhallsdóttir sópran, Ívar Helgason tenór, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó, ásamt afkomendum Þórarins. Boðið upp á veitingar í hléi. Aðgangseyrir kr. 3000.

Laugardagur 29. mars
Hallgrímskirkja í Saurbæ kl. 16
Söngurinn ómar – Kirkjutónleikar þar sem flutt verða kirkjuleg verk úr ýmsum áttum. Þær Hólmfríður Friðjónsdóttir sópran og Lilja Margrét Riedel sópran syngja, píanóundirleik annast László Pető.

Sunnudagur 30. mars
Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 20
Tónlistarmessa – kraftfull messa lokar Kirkjulistavikunni. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson syngur ásamt Kór Keflavíkurkirkju og Kór Akraneskirkju auk hljómsveitar. Organistar og kórstjórar Arnór Vilbergsson og Hilmar Örn Agnarsson. Prestur Þóra Björg Sigurðardóttir.

Verið velkomin á Kirkjulistaviku Garða- og Saurbæjarprestakalls