Guðmundur Þorvaldsson lést fyrir sex árum. Hann hefði orðið fimmtugur 31. janúar sl. ef hann hefði lifað. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti ekkja Guðmundar, Ásdís Vala Óskarsdóttir, og synir þeirra Guðmundar, þeir Þorvaldur Arnar og Þorgils Ari, Akraneskirkju að gjöf glæsilega mynd sem Guðmundur saumaði sjálfur út í tómstundum sínum og sýnir Síðustu kvöldmáltíðina. Guðmundur var afkastamikill og vel metinn texíllistamaður.

Afhend

Myndinni verður komið fyrir í safnaðarheimilinu. Akraneskirkja þakkar rausnarlega gjöf og þann góða hug sem fylgir henni.