Þegar sólin sigri nær!
Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu, föstudaginn 27. febrúar kl. 20.
Mikil fjölbreytni einkennir efnisskrána á þessum tónleikum og endurspeglar vel verkefnaval kórsins. Kórinn hélt sjö tónleika á síðasta ári og nú var farið í að velja úr því efni sem flutt var og búa til efnisskrá.
Óhætt er að segja að farið verði víða um kórtónlistarflóruna. Ensk og íslensk þjóðlög, sænskir og enskir trúarsöngvar og jazzkórlög Tómasar R. munu hljóma í Norðurljósum. Ásamt kórnum kemur fram einvala lið tónlistarfólks en það eru þau Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Ingi Björn Róbertsson trommuleikari, Birgir Þórisson píanóleikari og Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari. Einsöng syngja Auður Guðjohnsen mezzosópran og kórfélagarnir Jón Gunnar Axelsson tenór og Halldór Hallgrímsson tenór.
Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson.
Kór Akraneskirkju er skipaður góðu söngfólki . Þetta er hópur af ólíku fólki sem kemur saman eftir langan vinnudag og sameinast í samhljómi tónlistarinnar. Sjálfum sér til gleði og ánægju en einnig með það að markmiði að gleðja aðra með söng sínum. Auk þess að sinna kórsöng við athafnir í Akraneskirkju er kórinn einnig mikilvægur hornsteinn í öflugu menningarlífi Skagamanna.
Miðaverð er 3.500 krónur og er miðasala á midi.is
http://harpa.is/dagskra/thegar-solin-sigri-naer-kor-akraneskirkju