Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til,
Herrans pínu ég minnast vil.
Á föstudaginn langa verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Hefst lesturinn klukkan 13 og er hægt að koma og fara að vild meðan hann stendur yfir.
Alls koma tuttugu og þrír lesarar að lestrinum en það er biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem les fyrsta sálminn líkt og undanfarin tvö ár. Milli lestra flytja söngkonurnar Ásta Marý Stefánsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir passíusálmalög úr safni Smára Ólasonar tónlistarfræðings, undirleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari. Kór Saurbæjarprestakalls syngur í upphafi sálma eftir Hallgrím, Ég byrja reisu mín, í útsetningu Smára Ólasonar, og Krossferli að fylgja þínum í útsetningu Róberts A. Ottóssonar. Þá les biskup fyrsta sálminn, og syngur kórinn í kjölfarið sálma Hallgríms Næturhvíldin mín náttúrlig og Hvíli ég nú síðast huga minn, lög eftir Sigurð Sævarsson. Um klukkan 15:45 verður gengið að leiði Hallgríms og les sr. Kristján Valur Ingólfsson 25. sálm.
Kl. 13.00
Ég byrja reisu mín – Hallgrímur Pétursson / þjóðlag, útsetn. Smári Ólason
Krossferli að fylgja þínum – Hallgrímur Pétursson / þjóðlag, úts. Róbert A. Ottósson
Fyrsti Passíusálmur
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir les
Næturhvíldin mín náttúrlig – Hallgrímur Pétursson / Sigurður Sævarsson
Hvíli ég nú síðast huga minn – Hallgrímur Pétursson / Sigurður Sævarsson
Kl. 13.20
Passíusálmar nr. 2 – 9
Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 2 og nr. 10
Kl. 14.10
Passíusálmar nr. 10 – 17
Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 21
Kl. 15.00
Passíusálmar nr. 18 – 24
Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 24
Kl. 15.45
Gengið að leiði Hallgríms Péturssonar
Passíusálmur nr. 25
Inni í kirkju – Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 25
Kl. 16.05
Passíusálmar nr. 26 – 33
Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 32 og nr. 35
Kl. 16.50
Passíusálmar nr. 34 – 40
Tónlist: Erindi úr Passíusálmi nr. 44
Kl. 17.30
Passíusálmar nr. 41 – 50
Bæn og blessun
Almennur söngur: Son Guðs ertu með sanni