Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10
Opið hús hefst kl. 13:15
Í Opnu húsi miðvikudaginn 19. febrúar verður skemmtun og fróðleikur að hætti hússins. Það er eins konar bland í poka, gátur, myndasýning, upplestur og fleira. Sjón er sögu ríkari, komið og eigið góða stund saman. Kaffi og meðlæti í lokin. Dagkráin hefst kl. 13:15.
Kyrrðarstund í kirkjunni klukkan 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir.
Kyrrðarstund og Opið hús er fyrir alla sem vilja njóta samveru með öðrum, hitta vini eða kynnast nýju fólki.
Verið velkomin!