Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnartakmarkanir. Þær munu hafa mikill áhrif á starfsemi kirkjunnar. Allt venjubundið starf kirkjunnar fellur niður þar til 2. febrúar. Þetta á við um guðsþjónustur, bænastundir, barna og æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, eldri borgara starf og karlakaffi.
Takmarkanir við skírnir og brúðkaup eru 10 manns en 50 manns mega koma saman við útfarir.
Safnaðarheimilið er áfram opið og við minnum á viðtalstíma prestanna. Bæði er hægt að koma í viðtöl eða panta símtal fyrir þau sem kjósa það frekar.
Sendar verða út helgistundir með reglulegu millibili á netinu meðan á þessum takmörkunum stendur.