Miðvikudaginn 13. nóvember er Opið hús í Vinaminni kl. 13:15.
Gestur okkar er Bára Baldursdóttir sagnfræðingur, sem hefur um árabil rannsakað samneyti íslenskra kvenna og hermanna. Í fyrra sendi hún frá sér bókina Kynlegt stríð – Ástandið í nýju ljósi sem fjallar um þetta efni og einkum sögu þeirra stúlkna sem vistaðar voru á hæli á Kleppjárnsreykjum á stríðsárunum.
Alla miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir.
Verið velkomin!